Nýtt tölublað – núna líka rafrænt

Vetrarblað Úti, 8. tölublað, er komið í búðir. Smekkfullt af efni. Lesa má um sex daga kajaferð vina niður Lagarfljót, brettaferð hjá Súlum, fjallaskíðaleiðir fyrir byrjendur, ótrúlega villisundsstaði, fráfæra fjallahjólaskála að Fjallabaki, göngu á Illhöfuð, merkingu K [...]

Úti 2.sería í loftið – sýnishorn

Önnur sería af hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Úti er núna um það bil að fara í loftið. Í sex þáttum, á sunnudagskvöldum á RÚV frá og með morgundeginum 19.apríl, halda þau Brynhildur og Róbert með áhorfendur á vit ótrúlega spennandi ævintýra í íslenskri náttúru, og erlen [...]

Eldur og ís í 8. skipti

Hálendishlaupið Fire and Ice Ultra var ræst í dag í áttunda skipti. Þetta 250 km ofurhlaup á Norðausturlandi var fyrst hlaupið árið 2012.  Lagt var af stað frá Dreka í Dyngjufjöllum í Vatnajökulsþjóðgarði. Þátttakendur hlaupa með allt á bakinu og gista í tjöldum í sex n [...]

Ótrúleg endurkoma í Bláa lóninu

Það var „allt gefið í botn í Bláalónsþrautinni“ á laugardagskvöld, eins og sigurvegarinn í kvennaflokki, Karen Axelsdóttir, orðar það í færslu sinni á Facebook. Karen vann frækilegan sigur. Hún skilaði sér í mark á tímanum 1 klst og 53 mínútum, og bætti þar með brautarm [...]

Metþátttaka í Bláfjallagöngu

Rúmlega 340 manns tóku þátt í Bláfjallagöngunni sem fram fór við hinar bestu aðstæður í Bláfjöllum um helgina. Skíðagöngufélagið Ullur, sem stóð fyrir keppninni, hefur fengið keppnina skráða sem hluta af mótaröðinni Euroloppet sem ætti að verða til þess að erlendum þátt [...]

Geggjuð stemmning í Cape Epic

Við heyrðum í Emil Þór Guðmundssyni sem er núna að hjóla fimmtu dagleiðina í Cape Epic í Suður Afríku. Hann segir að stemmningin sé geggjuð og sendi okkur mynd því til stuðnings af fótleggjum hans og félaga hans Birgi Má Ragnarssyni. Við getum ekki neitað því að þetta l [...]

8 Íslendingar í Cape Epic

Ein glæsilegasta fjallahjólakeppni heims fer núna fram í Suður Afríku og 8 Íslendingar eru á meðal þátttakenda í keppninni sem tekur 8 daga. Keppt er í pörum sem verða að fylgjast að. Brautinni er breytt á hverju ári en hún liggur um dali, fjöll, gil, skóglendi og stran [...]

Tröllaskíðahelgi á Sigló

Nú styttist í Super Troll Ski Race á Siglufirði en þessi sívaxandi keppni er með vinsælli vetrarviðburðum fjallaskíðafólks á Íslandi. Hún fer fram dagana 17. og 18. maí næstkomandi. Þeir sem eru að velta fyrir sér hvort þetta sé nokkuð skemmtilegt geta byrjað á því að s [...]

Sigló Freeride Weekend

Sigló Freeride Weekend er viðburður sem enginn skíðaunnandi ætti að láta framhjá sér fara. Um er að ræða sannkallaða skíðaveislu, sem haldin verður á Siglufirði, helgina 11.-14. apríl. Hátíðin er ætluð öllum þeim sem vilja skemmta sér á skíðum, renna sér utan brautar og [...]