Ljósmyndakeppni Úti 2024

[ENGLISH BELOW]. Það er fátt sem gleður okkur jafn mikið og magnaðar ljósmyndir úr náttúru Íslands. Til að ýta undir slíka listsköpun verður í ár fyrsta ljósmyndakeppni Úti haldin í samstarfi með ÚTILÍFI og REYKJAVÍK FOTO. Þemað er einfaldlega „útivist á Íslandi“ í sin [...]

Túrbó Kayak Festival 2024

Auður Elín Björnsdóttir sýnir snilli sína í fljótinu en hún náði 1. sæti í spretti og 2. sæti í „slalom”. Töluverður uppgangur hefur verið í kajaksenunni á Íslandi síðustu ár og ekki síst fyrir tilstilli árlegu kajak-keppninnar Túrbó Kayak Festival sem Arctic Rafting [...]

Nýtt tölublað – núna líka rafrænt

Vetrarblað Úti, 8. tölublað, er komið í búðir. Smekkfullt af efni. Lesa má um sex daga kajaferð vina niður Lagarfljót, brettaferð hjá Súlum, fjallaskíðaleiðir fyrir byrjendur, ótrúlega villisundsstaði, fráfæra fjallahjólaskála að Fjallabaki, göngu á Illhöfuð, merkingu K [...]

Hugarslakandi skálavarsla

Ég var spurð að því um daginn í útvarpsviðtali hvert hugur minn færi þegar álagið í vinnu minni yrði of mikið. „Upp á hálendi eða eitthvert upp á fjöll“ svaraði ég án þess að hika – enda dagsatt.  Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Mörg okkar hljóta að hafa upplifað hve [...]

Úti 2.sería í loftið – sýnishorn

Önnur sería af hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Úti er núna um það bil að fara í loftið. Í sex þáttum, á sunnudagskvöldum á RÚV frá og með morgundeginum 19.apríl, halda þau Brynhildur og Róbert með áhorfendur á vit ótrúlega spennandi ævintýra í íslenskri náttúru, og erlen [...]

Fótbrot á fjalli

Það var meiriháttar skíðafæri á Karlsárfjalli. Við höfðum skinnað upp um morguninn og nú voru verðlaunin framundan. Við vorum að  renna okkur í stórum sveigjum niður harðpakkaða fönnina yfir Karlsárdal þegar ég sá Ingólf skjótast framyfir sig og lenda í snjóskafli nokkr [...]

Blæðingar á hlaupum

Alexía Björg Jóhannesdóttir skrifar Það er eiginlega alveg klikkað hvað blæðingar eru enn mikið tabú. Þegar ég var að æfa hlaup í fyrra og hitteðfyrra fyrir maraþon og Jökulsárhlaupið þá las ég allskonar hlaupablogg og fékk ráð frá fagmönnum og öðrum. Þar var farið í ge [...]

Má borða þennan svepp?

Oft þegar vinir mínir eru á vappi um fjöll og firnindi fæ ég send skilaboð frá þeim með mynd af svepp og spurningunni „Má borða þennan?” Sveppadellan mín á síðari árum hefur ekki farið fram hjá þeim. Ég elska að tína sveppi. Alexía Björg Jóhannesdóttir skrifar. Fyrsta r [...]