Við heyrðum í Emil Þór Guðmundssyni sem er núna að hjóla fimmtu dagleiðina í Cape Epic í Suður Afríku. Hann segir að stemmningin sé geggjuð og sendi okkur mynd því til stuðnings af fótleggjum hans og félaga hans Birgi Má Ragnarssyni. Við getum ekki neitað því að þetta lofar góðu.
Auk þeirra eru þarna Stefán Ákason og Ingi Már Helgason, Hansína Þóra Gunnarsdóttir og Árni Geir Magnússon, Sigurður Stefánsson og Kristján Jakobsson. Þetta eru 8 keppnis dagar og dagleiðirnar eru eins og að hjóla Laugaveginn fram og til baka í kílómetrum með hækkun uppá rúman hvannadalshnjúk 2000m. Alls eru 650 lið að keppa, dömu, herra og blönduð lið frá alls 50 löndum. Skráning í næstu keppni hefst á mánudaginn. Just sayin …