Stormur á Grossglockner
Allt var kalt. Það virtist vera að bæta í vindinn og það hrikti og brast og brakaði í öllum útveggjum. Studlhutte var umvafinn kulda sem þrýsti sér inn um allar rifur gamla fjallakofans. ískristallar fuku inn í gegnum panelinn eins og örfínn ryksalli. Þetta var í mars. [...]