Um Úti
Úti er fyrst og fremst miðill sem hefur það að markmiði að varpa ljósi á alla þá fjölbreyttu útivist sem land og okkar og jörð hefur upp á að bjóða ásamt því að segja sögur af áhugaverðu fólki og ævintýrum þess úti í náttúrunni. Síðan miðillinn var stofnaður, árið 2017, hefur hornsteinn hans verið tímaritið Úti. Þar er áhersla á einstakt myndefni og sögur, viðtöl við afreksfólk og aðrar hvunndagshetjur, áhugaverðar upplýsingar um búnað, spennandi staði, góð ráð og allt sem getur vakið áhuga útivistarunnenda landsins. Að öllu jöfnu kemur blaðið út tvisvar á ári, bæði á prenti og í rafrænni útgáfu, en grunnstoð þess er dyggur hópur áskrifenda sem deilir þeirri sýn okkar að sumar sögur eigi einfaldlega heima á prenti.
Ef áskoranir, útivist og hreyfing eru eitthvað fyrir þig, þá hvetjum við þig til að gerast áskrifandi og styðja þannig við útgáfu tímaritsins.
Með fyrirfram þökkum fyrir áhugann,
ritstjórn Úti.
Hafir þú einhverjar ábendingar eða spurningar, ekki hika við að hafa samband í gegnum uti@vertuuti.is.