Áskrift

Kæri útisti, markmið Úti hefur alltaf verið einfalt: að vekja athygli á allri þeirri fjölbreyttu útivist sem Ísland hefur upp á að bjóða og segja sögur af áhugaverðum einstaklingum að gera spennandi hluti úti í náttúrunni. Við trúum því staðfastlega að sumt efni eigi sérstaklega heima í prenti, sérstaklega þegar myndefnið er gott, og er það alfarið þökk dyggra áskrifenda okkar sem deila þessari sýn, að við getum haldið áfram að gefa út tímaritið Úti á prenti. Með útgáfunni vonumst við til að hvetja sem flesta til að eyða sem mestum tíma úti og búa til sín eigin ævintýri í okkar einstöku náttúru.

Að öllu jöfnu kemur blaðið út tvisvar á ári og fá áskrifendur það sent heim að dyrum um leið og það kemur úr prentun. Í kjölfarið sendum við svo greiðsluseðil í heimabanka.

Verð: 1.790 kr. fyrir hvert blað (með heimsendingu, hvert á land sem er).

Ef það eru einhverjar spurningar, ekki hika við að hafa samband í gegnum uti@vertuuti.is.

Gerast áskrifandi