Garpur Elísabetarson framleiddi nýlega skemmtilega heimildarmynd um Laugavegshlaupið í ár. Í myndinni fylgir hann tveimur fremstu keppendunum eftir, Þorsteini Roy Jóhannssyni og Andreu Kolbeinsdóttir, og tekur einnig viðtöl við fjöldann allan af utanvegahlaupunum og fær þannig góða innsýn í það hvaða þýðingu hlaupið hefur fyrir hlaupara á Íslandi. 

Úti fagnar enn einu framlagi Garps í hið sístækkandi safn af sögulegu útivistarefni á Íslandi og mælum með því að sem flestir gefi sér tíma og horfi á þessa skemmtilegu og fróðlegu mynd. Þess má til gamans geta að bæði Þorsteinn og Andrea voru með hljóðnema á sér allt hlaupið og því náðist hvert einasta orð sem út úr þeim kom á þessum rúmu fjóru klukkustundum sem hlaupið varði hjá þeim.