12. tölublað Úti
12. tölublað Úti er fullt af hinum ýmsu ævintýrum, fróðleik, áskorunum og sögum af áhugaverðum einstaklingum. Þar á meðal er einlægt viðtal við utanvegahlauparann Þorstein Roy, viðtal við Elísabetu Sólbergs og sigur hennar á 100 hæstu tindum Íslands, frásögn sjósundskappans Sigurgeirs Svanbergssonar af hans erfiðasta sundi hingað til, áskoranir þríþrautarkempunnar Katrínar Pálsdóttur, hjóladagur um Svalvoga á Vestfjörðum og fleira. Þó Ísland sé ævinlega í brennidepli hjá okkur þá leynast hér líka ævintýri allt frá hjara veraldar á Tasmaníu, óbyggðum Grænlands og alla leið upp á hæsta tind Norður-Afríku svo eitthvað sé nefnt. Í blaðinu má einnig finna ýmiss konar fróðleik, hlauparáð, ráðleggingar varðandi hreyfingu á meðgöngu, faldar gönguleiðir nálægt höfuðborgarsvæðinu og margt fleira.
Áskrifendur fá blaðið sent heim að dyrum á lægsta mögulega verði um leið og það kemur úr prentun en það verður einnig fáanlegt í Eymundsson, N1 og á fleiri góðum stöðum. Ef þú hefur áhuga á hvers kyns áskorununum, útivist og hreyfingu, hvetjum við þig til þess að gerast áskrifandi og fá hvert blað heimsent um leið og það er klárt. Því fylgir engin skuldbinding og með því styður þú við útgáfu tímaritsins.
Verð fyrir áskrifendur er 1.790 krónur (með heimsendingu).