Gengið á Drottninguna

Herðubreið hefur löngum þótt eitt fegursta fjall á Íslandi enda jafnan nefnd Drottning íslenskra fjalla. Ganga á Herðubreið er krefjandi en fá fjöll er skemmtilegra að klífa enda stórkostlegt útsýni af toppnum.