„Þessi mikli hraði og bleytan í brautinni gerði það að verkum að við keppendurnir urðum að halda fullri einbeitingu allan tímann.  Það var mjög mjótt á mununum við endamarkið.  Ég er virkilega ánægður með að hafa sigraði í viðureigninni við mjög sterka íslenska keppendur.“

Svo komst Louis Wolf, sigurvegari Bláalónsþrautarinnar 2017, að orði í viðtali við tímaritið Úti að lokinni þrautinni í fyrra. Það er óhætt að segja að keppnin hafi verið æsispennandi. Einungis munaði 2 sekúndum á Louis Wolf og Hafsteini Ægi Geirssyni.

Við höfum ekki fleiri orð um það. Nú líður að næstu Bláalónsþraut. Hún mun fara fram að kvöldlagi, að vanda, þann 9.júní. Þetta er án efa stærsti hjólaviðburður landsins ásamt WOW Cyclothon. Við munum að sjálfsögðu gera keppninni betur skil í aðdraganda og eftirleik hér á vertuuti.is, en að þessu sinni ætlum við að láta nægja að birta svörin við þessari aðkallandi spurningu:

Á hvernig hjólum voru sigurvegararnir í fyrra? 

Við byrjum á konunum:

1. Anna Kristín Sigurpálsdóttir (2:00:23 – 29,86 km/klst)

 Scott Scale 910 – árg. 2013.

Lauf gaffall, Rolf Prima Ralos CXC gjarđir, Specialized Fastrak framdekk og Specialized Renegade afturdekk. Shimano XT pedalar.  Allt slöngulaust.  Hjólið er í eigu Hauks Magnússonar. Það hefur farið þrisvar sinnum í keppnina með þrjá rassa.“

 

2. Hrefna Bjarnadóttir (2:03:48  – 29,06 km/klst)

Canyon Exceed CF SLX

„Ég setti tubeless mjórri og fínmunstraðri dekk undir og stærra tannhjól að framan til að gírunin hentaði betur fyrir brautina.“

 

3. Anna Kristín Pétursdóttir (2:08:52 – 27,93 km/klst)

Trek Procaliber 9.7

„Ég setti 36 tanna hjól að framan í stað 32 tanna sem var. Annars er hjólið óbreytt.“

 

 

Svo eru það karlarnir:

1. Louis Wolf  (1:38:54 – 36,38 km/klst)

Cube AMS 29 C:68 SLT

„Þetta er fulldempað hjól með 100mm dempun að framan og aftan. Ég valdi að vera á fulldempuðu svo að mér liði betur í torfærunum og gæti farið hraðar yfir grýttari hlutann. Ég var á Schwalbe Racing Ralph 2,25 Liteskin dekkjum. Ég setti 36 tanna hjól í stað 34 tanna, svo ég hefði hentugri gíra. Ég lækkaði stýrið og setti Cube SCR handföng á innri hlutann á stýrinu svo ég gæti lagt hendurnar þannig á stýrið að loftmótstaðan minnkaði.“

2. Hafsteinn Ægir Geirsson  (1:38:56 – 36,38 km/klst)

Trek Procaliber Race Shop Ltd.

„Hjólið er 8.9kg fullbúið. Eina sem ég breytti er stærra tannhjól að framan og setti Lauf gaffal i staðinn  fyrir dempara. Ég reyndar fékk stell sem ég raðaði sjálfur á. Allt eins og ég vil hafa það.“

 

3. Bjarni Garðar Nicolaisson  (1:39:37 – 36,13 km/klst)

Cube Reaction GTC – árg. 2012. 

„Ég var með 3×10 XT gíragrúbbu ásamt Stages watta-mæli og Schwalbe Thunder Burt dekk sem virka mjög vel fyrir þessa keppni ásamt íslenska Lauf gafflinum að framan.“