Þorvaldur V. Þórsson eða Olli, eins og hann er kallaður, ætlar að segja ferðasögu í myndum og máli frá göngu sinni eftir John Muir stígnum í Fjallakofanum klukkan 20 annað kvöld. Það er frítt inn en pláss er takmarkað.

Olli skrifaði pistla frá göngu sinni síðastliðið sumar hér á vertuuti.is og nutu þeir mikilla vinsælda. Þeir sem heyrðu viðtal okkar við hann í Útivarpinu á Rás 2 síðasta sumar vita líka að hann er einn þeirra sögumanna sem maður hlustar á með hökuna niður á brjóst.

Hér er smá upphitun fyrir annað kvöld. Frásögn Olla þegar við heyrðum aftur í honum eftir nokkurt sambandsleysi síðastliðið sumar.