Stór hópur Íslendinga fylgist þessi dægrin með ótrúlegri frammistöðu Elísabetar Margeirs en hún hleypur nú, fremst kvenna og í 8. sæti yfir heildina, 400 kílómetra leið yfir Gobi eyðimörkina í Kína. Þegar þessi færsla er skrifuð er hún búin með 276 kílómetra en hægt er að fylgjast með hvernig henni gengur hér.
Nýjustu fréttir eru svo færðar inná facebook síðu Elísabetar. Aðstæður hafa verið með erfiðara móti, nokkrir hlauparar hafa ofkælst og Elísabet hefur hlaupið suma leggi leiðarinnar í þremur lögum af fötum.
Eins og við sögðum frá hér fyrr á árinu þarf að ljúka hlaupinu í einum áfanga, á innan við 150 klukkustundum, rata sjálfur og vera með allan nauðsynlegan búnað með sér í bakpoka.