Fyrsta fjalla- og ultra maraþon Færeyja fer fram núna um helgina sem hluti af Útilív Adventure Festival. Hægt verður að hlaupa 13KM, 21KM, 42KM og 65KM. Keppendum var hleypt af stað nú á laugardagsmorgni og að keppni lokinni verður slegið upp veislu. Nóg er líka um að vera á morgun, sunnudag, en þá verður m.a. hægt að fara á sjókajak, brimbretti, í göngu og í sjósund.
Hátíðinni verður svo slaufað með öðru eins hófi sem haldið verður í yfirgefnum vita. Okkar kona, Elísabet Margeirsdóttir er að sjálfsögðu skráð í keppnina en hún æfir nú stíft fyrir Ultra Gobi.
Hægt verður að fylgjast með hátíðinni á Facebook og á Instagram undir myllumerkinu #AdventuresWithUtiliv.