Kia Gullhringnum, sem átti að fara fram á morgun laugardaginn 7.júlí, hefur verið frestað til 25.ágúst. Þetta er gert vegna yfirstandandi vegaframkvæmda. Þetta er auðvitað fúlt fyrir marga, en það er um að gera að líta á björtu hliðarnar: Hjólareiðafólk sem ekki komst á morgun getur þá kannski tekið þátt núna. Aðrir hafa meiri tíma til að æfa sig. Og þann 25.ágúst verður sumarið kannski líka loksins komið!
Hér er tilkynningin frá mótshöldurum:
„Kia Gullhringnum frestað til 25. ágúst
Frá því sl. haust hafa mótshaldarar KIA Gullhringsins unnið sleitulaust við það að efla öryggi í kringum keppnina. Þetta hefur verið unnið af fagfólki með þekkingu á vegaöryggi í nánu samráði við Vegagerðina sem hefur sýnt mikinn samstarfsvilja.
Sífellt vatnsveður í vor og allt sumar hefur valdið verktökum Vegagerðarinnar miklum vanda og hefur ekki tekist að ljúka viðgerðum á vegum í tæka tíð. Á síðustu 7 dögum hefur malbikun mikilvægra kafla verið frestað tvívegis. Þá hefur ekki tekist að klára framkvæmdir á Laugarvatnsvegi en þar eru malarkaflar og einnig er ókláraður kafi við Borg í Grímsnesi.
Við þessar aðstæður telja mótshaldarar að öryggi þátttakenda og annarra vegfarenda sé ógnað og telja óverjandi að senda stóra hóp hjólreiðfólks af stað við þessar aðstæður.
Af þessum sökum hefur mótinu verið frestað til laugardagsins 25. ágúst nk.
Er þetta gert af öryggisástæðum og þykir keppnisstjórn miður að þurfa að gera þessa breytingu með svo stuttum fyrirvara en öryggi keppenda og annarra vegfarenda er ofar öllu. Afhendingu keppnisgagna er því frestað þar til í vikunni fyrir keppni. Allar nánari upplýsingar má finna á Facebook-síðu keppninnar.“