Prímusinn frá Biolite var prófaður með ágætis árangri á Snæfellsnesi um helgina. Það sem gerir þennan sérstakan er að hann gengur fyrir viði og því er gas eða bensín óþarft. Þetta gæti því verið græja sem reyndist vel á lengri ferðalögum, t.d. um Strandir, eða þar sem hægt er að komast í einhvern við – sem er reyndar ekki alltaf málið á Íslandi.

Prímusinn er viðarkynntur þannig að hnífur með áfastri sög kemur sér vel.

Viðarbruninn hleður líka sérstaka rafhlöðu sem hægt er að tengja usb við og hlaða síma eða önnur raftæki. Hægt er að setja sérstaka grillframlengingu á prímusinn og gekk vel að útbúa ljúfenga kvöldmáltíð.

Bruninn hleður rafhlöðu sem hægt er að tengja síma og önnur raftæki við með usb.