Mývatnsmaraþonið fór fram um síðustu helgi og líka nýtt utanvegahlaup, Hraunhlaupið. Í því er hlaupið í gegnum Dimmuborgir. Dúndrandi hlaupastemmning var því við Mývatn alla helgina.
Hraunhlaupið fór fram á föstudagskvöld. Það þótti stórkostlegt. Veðrið var fullkomið og uppselt var í hlaupið. Það er tæpir 8 km og endaði í Jarðböðunum.
Á Maraþondaginn, á laugardaginn, voru 208 skráðir í hlaup í einhverjum þriggja vegalengdanna. Hlaupið var maraþon, hálfmaraþon og 10 km. Svolítill vindur var á laugardaginn, en hann blés þó yfirleitt í bakið á hlaupurum.
Allir voru því alsælir. Dagurinn endaði með partíi í Jarðböðunum við Mývatn, þar sem var plötusnúður og læti.
Einar Eiríkur Hjálmarsson kom fyrstur í mark í maraþoninu á tímanum 03:03:55. Hlutskörpust kvenna varð Sigrún Sigurðardóttir á tímanum 03:24:41.
Í hálfmaraþoninu sigraði Rannveig Oddsdóttir á tímanum 01:26:25. Hlutskarpastur karla varð Adrien Albrecht á tímanum 01:28:56. Fleiri úrslit eru hér.