Veðrið lék við þátttakendur í Kópavogsþríþrautinni í gær. Um 100 keppendur tóku þátt í sprettþraut og fjölskylduþraut.
Sigurður Örn Ragnarsson kom fyrstur í mark í sprettþrautinni á nýju brautarmeti, á tímanum 34:51 mín. Bjarki Freyr Rúnarsson var annar á tímanum 37:37 og Viðar Bragi Þorsteinsson þriðji á 38.42.

Amanda Ágústsdóttir á palli. (Mynd af fésbókarsíðu Þríkó).
Í kvennaflokki sigraði Amanda Ágústsdóttir á tímanum 43:08. Önnur var Birna Íris Jónsdóttir á 44:15. Mjótt var á muninum milli hennar og Rannveigu Guichardnaud sem kom í mark fimm sekúndum síðar, á tímanum 44:20.
Í byrjendaflokki kvenna kom Brynhildur Georgsdóttir fyrst í mark en þær Sædís Jónsdóttir og Sandra Ósk Sigurðardóttir tóku silfur og brons. Í byrjendaflokki karla sigraði Birkir Ingvason en fast á hæla hans komu Hjalti Sveinsson og Ingvi Jónasson.
Í Kópavogsþríþrautinni er keppt í 400 m sundi, 10,3 km hjólreiðum og 3,5 km hlaupi, en vegalengdir í fjölskylduþríþrautinni eru styttri.
Úrslit má nálgast inni á thriko.is/live.