Um 80 manns tóku þátt í Puffin Run – Heimaeyjarhringnum – í Vestmannaeyjum í dag. Fólk var í skýjunum að keppni lokinni, enda var veðrið frábært og allar kringumstæður hinar bestu.

Leiðin sem hlaupin var.

Hlaupnir voru 20 km. í náttúrufegurð Vestmannaeyja. Hlaupið er nýtt af nálinni, sem skipulagður viðburður.  Hlauparar höfðu á orði að um væri að ræða fyrirtaksæfingu fyrir Laugavegshlaupið. Farið er yfir öll undirlög í þessu haupi; – malbik, gras, hraun, sand, vikur og mold.

Hlaupinu var startað með fallbyssuskoti, sem óneitanlega hafði skemmtileg áhrif á stemmninguna. Keppt var í fjögurra manna liðum, tveggja manna liðum eða í einstaklingskeppni. Guðni Páll Pálsson kom fyrstu í mark einstaklinga í karlaflokki, á tímanum 01:29:46. Vaka Njálsdóttir sigraði í kvennaflokki á tímanum 01:52.05.

Stórbrotnar aðstæður. Mynd:  Jóhannes Helgi Jensson