
Stefán og Pernilla. Pernilla náði persónulegu meti og Stefán sigraði M45. Góður dagur!
Stefán er búsettur í Kaupmannahöfn. Hann hefur verið í flokki fljótustu langhlaupara Íslendinga undanfarin ár. Það varð ekki til að minnka ánægjuna í hlaupinu í dag að kærasta Stefáns, Pernille Larsen, hljóp líka og setti persónulegt met, klukkustund og 42 mínútur.
Það var Kenýamaðurinn Erick Kiptanui sem sigraði hlaupið í dag, á frábærum tíma: 58:42. Þar með jafnaði hann besta tíma ársins hingað til í heiminum. Þetta er hans þriðja hlaup í Evrópu, og þriðji sigurinn. Hann var aðeins 19 sekúndur frá heimsmetinu.
„Klikkað gaman!“
Fleiri Íslendingar tóku þátt í dag. Fimm meðlimir Eyjaskokks úr Vestmannaeyjum komu í mark í miklu stuði, enda stemmningin óviðjafnanleg. „Þetta var klikkuð upplifun,“ sagði Katrín Laufey Rúnarsdóttir. Þau rötuðu ekki á verðlaunapall eins og Stefán, enda það ekki markmiðið. „Við vorum bara að njóta í botn! Frábær stemmning hérna, um 34 þúsund þátttakendur og örugglega yfir 100 þúsund manns á svæðinu. Klikkað gaman!“

Þröstur Jóhannsson, Guðmunda Bjarnadóttir, Katrín Laufey Rúnarsdóttir, Adda Jóhanna Sigurðardóttir og Magnús Bragason úr Eyjaskokk, Vestmannaeyjum, kampakát eftir hlaupið í dag.