Frábær stemning var í Bláfjöllum í dag þegar Bláfjallagangan fór þar loksins fram eftir að hafa verið frestað vegna veðurs og skilyrða í þrígang.
Gangan er haldin af skíðagöngufélaginu Ulli. Það er óhætt að segja að gönguskíðabyltingin sé að skila sér. Hundraðtuttuguogfjórir keppendur lögðu af stað í lengstu gönguna, 20 km. Allt frá byrjendum á gönguskíðum til þrauþjálfaðs keppnisfólks lét ljós sitt skína í fjallinu.
Dagur Benediktsson og Elsa Jónsdóttir sigruðu í karla og kvennaflokki. Tími Dags var ein klukkustund og sex mínútur sléttar, en Elsa kom í mark rúmum þremur mínútum síðar, í 2.sæti yfir alla keppendur, á tímanum 01:09:18.
Jafnframt var keppt í 10 km, 5 km og 1 km. Tímana má nálgast hér.
Alls tóku um 150 manns þátt í öllum göngunum. Á eftir var kökuhlaðborð. Þar voru veitt verðlaun fyrir efstu sæti og líka útdráttarverðlaun. Það er mat okkar á Úti að næstum allir hafi fengið eitthvað!