Leiðangurinn var núna í morgun, sunnudaginn 15.maí, að ljúka yfirferð sinni yfir Grænlandsjökul. Eftirfarandi skeyti barst:

Hipp, hipp og húrra!! Gengum 65km á 24 klukkustundum og kláruðum þennan jökul með stæl og dýfu! Allir eru sælir, örmagna og pínu sorgmæddir. Núna hendum við upp tjöldum og bíðum af okkur veður sem er á leiðinni og olli því að við þurftum að haska okkur svona!

Veðrið, sem er á leiðinni, veldur því að ekki verður hægt að ná í þau fyrr en eftir einn og hálfan sólarhring. Þannig að þau munu geta sofið vel og lengi. Tjaldbúðir þeirra eru við lítinn veiðimannaskála við jökulsporðinn norðaustan meginn fjarðar við þorpið Isortoq. Þyrla frá Air Greenland sækir þau síðdegis á morgun.

Leiðangurinn hefur samtals gengið 571 kílómetra og tók það 717 klukkustundir á 31 degi.

Umfjöllun um leiðangurinn í heild sinni.