Það þótti nokkrum tíðindum sæta á dögunum að ein vinsælasta hjólarásin á youtube heimsótti Ísland og gerði langt innslag um hjólreiðar á hálendinu. Global Cycling Network er með risavaxinn áhorfendafjölda um allan heim og um eina og hálfa milljón áskrifenda. Nú hefur birst nýtt myndband frá GCN en það er helgað íslensku Lauf hjólunum sem við höfum áður fjallað um. Þetta er skemmtilegt.