Utanvegamaraþonið Hengill Ultra var haldið í sjöunda sinn á laugardeginum 8. september síðastliðnum og heppnaðist með ágætum. Góð stemmingi ríkti meðal þáttakanda hlaupsins sem gekk stór áfallalaust fyrir sig.
Skráðir keppendur voru að þessu sinni 372 talsins og hlupu þeir ýmist 5KM, 10KM, 25KM, 50KM eða 100KM. Í ár var í fyrsta sinn boðið upp á 100KM boðhlaup sem skipt var þannig upp að fjórir keppendur hlupu 25KM hring, einn hring fyrir hvern keppanda.
Allar leiðir byrjuðu framan við Skyrgerðina í Hveragerði. Styttri leiðirnar lágu í kringum bæinn og upp að hamrinum sem yfir honum er. 25KM leiðin lá upp Reykjadalinn, upp að Ölkelduhnjúk og í kringum hann. Keppendur í 50KM hlaupinu hlupu hinsvegar áfram inn að Hengli, yfir fjallgarðinn, niður Sleggjubeinsskarð og þaðan til baka. Þeir sem kepptu í 100KM hlupu þá leið tvisvar. Óheppilega vildi svo til að stór hluti keppenda í 25KM tók stóran auka krók vegna ófullnægjandi leiðbeininga og skorts á merkingum. Tímataka þeirra er því ómarktæk.
Benoit Branger frá Frakklandi sigraði 100KM hlaupið en hann kom í mark á 14 klukkutímum, 20 mínútum og 24 sekúndum og setti þar með brautarmet. Bretinn Matt O’Keefe var annar í mark og Íslendingurinn Birgir Már Vigfússon fylgdi fast þar á eftir. Ingvar Hjartarsson átti besta tímann í 50KM hlaupinu, Daníel Reynisson hafnaði í öðru sæti og Kanadamaðurinn Jason Wright í því þriðja.
Hengill Ultra var síðasta stóra hlaup sumarsins og má því segja að það hafi verði sannkölluð uppskeruhátíð íslenskra hlaupara.
Myndir: Hörður Ragnarsson