Að hlaupa með hund getur verið góð skemmtun en vissir þú að það er viðurkennd íþrótt? Canicross er nátengt svokölluðu dragsporti þar sem hundur dregur manneskju á einhverskonar farartæki eins og hundasleða, hjóli, skíðum eða kerru.
Í Canicross er hlaupið með annað hvort einn eða tvo hunda en þeir eru ávallt festir við hlauparann. Hlauparinn klæðist vanalega mittisbelti og hundurinn beisli. Þeir eru svo tengdir með teygjanlegri línu sem á að minnka tog þeirra á milli. Upprunalega var aðeins hlaupið með sleðahunda eins og Husky og Malamute en í dag eru allar tegundir farnar að taka þátt, hvort sem það eru litlar púðlur eða risa rottweilerar. Eins getur fólk á öllum aldri og á öllum hæfnisstigum tekið þátt.
Öll þriðjudagskvöld er Canicross hittingur á vegum Sleðahundaklúbbs Íslands.
Nánari upplýsingar um hittingana má finna hér.
Myndir: Ólöf Gyða Risten