Ef fráhvörfin eftir Bláalónsþrautina eru yfirþyrmandi má alltaf kanna þessa fjallahjólakeppni í Les Deux Alps. Þetta er brjáluð keyrsla úr 3400 metra hæð og samanlögð lækkun er um 2500 fimm hundruð metrar. Þetta myndband Owlaps úr hjálmmyndavél Léo Remonnay er dáleiðandi og varla hægt annað en að klára alla keppnina með honum. Það er ekki heldur annað hægt en að dást að færninni … og frekjunni! Hann gefur ekkert eftir.