Ástæðan fyrir því að margt hjólafólk á Íslandi fann fyrir fyrir nettri truflun í „mættinum“ í dag er komin í ljós. Hjólasprettur hefur tryggt sér umboðið fyrir Santa Cruz og Juliana hjólin.
Þessi hjól hafa verið að fá frábæra dóma að undanförnu og tróna efst á listum hjólaprófara víða um heim. Juliana hjólin eru sérstök systurlína Santa Cruz en þau eru eingöngu framleidd með konur í huga. Ekki er ljóst hvenær fyrstu hjólin koma en þau hjá Hjólaspretti hvetja fólk til þess að fylgjast með á samfélagsmiðlum verslunarinnar.
Þetta eru gleðifréttir fyrir hjólafólk enda gott fyrir alla að hafa úr miklu að velja og góða samkeppni í gangi.