Hér eru góðar fréttir fyrir þá sem liggja andvaka og hugsa um Fossavatnsgönguna á Ísafirði eftir átta daga. Búið er að leggja 6 kílómetra langt gönguspor í Bláfjöllum þó svo að brekkur og lyftur séu lokaðar. Það eru því síðustu forvöð að ná æfingu fyrir stóru keppnina. Stefnt er að því að leggja aftur spor á morgun.