Landslagsljósmyndarinn Thomas Heaton sem heldur úti mjög vinsælli rás á Youtube notar Landmannalaugar sem kennsluefni í nýlegu myndbandi. Hann fer reyndar ekki mjög fögrum orðum um tjaldstæðið í Landmannalaugum, gefur því sína verstu einkunn, en segir jafnframt að það sé ekki ástæðan fyrir komunni í Laugar heldur sé landslagið ótrúlegt. Hann er greinilega með allar staðreyndir um birtu, hitastig og ferðalög um hálendi Íslands á hreinu. En svona á semsagt að mynda landslagið í Landmannalaugum.