Rithöfundurinn Andri Snær Magnason er á heimleið eftir magnaða 160km ferð á gönguskíðum frá Kangerlussuaq til Sisimiut á vesturstönd Grænlands.
Hann segir frá því á fésbókarsíðu sinni að leiðangurinn hafi byrjað á að ganga 32 kílómetra í 30 stiga frosti, gist í botnlausu tjaldi á hreindýraskinnum og síðan í fjallaskálum en síðustu daga var hiti kominn nær frostmarki.
Andri Snær: „Hundasleði fylgdi okkur alla leið og leiðangursstjórinn eldaði lúðu, sauðnauta og hreindýrasúpur á náttstað. Dagleiðir voru samtals sex, 20-40 km, nokkuð strembnir 8 -10 tímar án pásu, oft gengið á ísilögðum fjallavötnum og yfir lágheiðar.
Dýralíf er þarna talsvert, hreindýra, snæhéra og tófuspor víða í snjónum. Gaman að hafa þverað þennan hluta Grænlands og skynjað stærðirnar og vegalengdir á eigin skinni. Síðasta daginn var farið á vélsleðum aðra 160km að skoða hugsanlegt skíðasvæði sem athafnamenn á svæðinu vilja reisa.“