Hinn magnaði útivistarfélagsskapur Félag íslenskra FjallaLækna (FÍFL) fór í fjallaskíðapáskaferð um helgina. Haldið var á Tröllaskaga. Presthnjúkur og Móskógahnjúkur voru toppaðir í frábæru veðri og enn betra púðurskíðafæri, eins og meðfylgandi myndir frá Ólafi Má Björnssyni augn- og fjallalækni sýna glögglega. Fleiri stórbrotnar myndir frá þessu ævintýri má sjá hér.