Bláfjallagöngunni, sem upphaflega átti að fara fram helgina 10.-11.febrúar hefur enn verið frestað, nú til sunnudagsins næstkomandi, 25.mars. Þetta kemur fram á heimasíðu skíðagöngufélagsins Ullar.

Gangan átti að fara fram á morgun, laugardag, en vegna veðurs hefur þessi ákvörðun verið tekin.

Bleytan hefur verið töluverð í Bláfjöllum undanfarið.

Nú hefur þurft að fresta göngunni þrisvar sinnum og er vonandi að takist að halda keppnina að þessu sinni.  Ástand snjós hefur ekki verið gott í Bláfjöllum undanfarið vegna bleytu. Ennþá virðist þó vera ágætis þykkt á snjóalögum. Gönguskíðafólk er því vongott um að skíðaspor geti verið lagt í Bláfjöllum út apríl.

Fyrir þá fjölmörgu sem eru um þessar mundir að ná tökum á gönguskíðaíþróttinni og eru jafnvel að stefna á Fossavatnsgönguna í lok apríl er upplagt að taka þátt í Bláfjallagöngunni.

Þess má geta að Stromaskautinu, sem átti að fara fram samfara Bláfjallagöngunni, hefur alfarið verið aflýst.