Sjálfur Laugavegurinn hefur nú bæst í flokk þeirra gönguleiða sem er að finna í hinu prýðisgóða smáforriti Wapp – Walking App.

Einar Skúlason wappari

Það er göngugarpurinn Einar Skúlason sem hefur haft veg og vanda af þróun forritsins. Það er tiltækt á bæði Appstore og Google Play.

Appið er frábært fyrir útivistarfólk. Þar er hægt að fá leiðarlýsingar, upplýsingar um örnefni og umhverfi og lesa alls kyns sögur sem tengjast leiðunum.

Leiðarlýsingin um Laugaveginn er í boði Ferðafélags Íslands og er ókeypis fyrir notendur appsins. Laugavegurinn er þar í nokkrum hlutum.