Við höfum verið að ganga eftir Avenza Maps appinu og þykir það nokkuð vel heppnað. Þarna er fjöldinn allur af vel unnum kortum til sölu. Hægt að staðsetja sig á kortinu og snúa snjallsímanum þannig að maður átti sig á því út frá kortinu hvaða örnefni maður er að sjá. Vel heppnað og snjallt app.