Hópur 8 Íslendinga, undir forystu Brynhildar Ólafsdóttur og Vilborgar Örnu Gissurardóttur, leggur af stað í leiðangur sinn yfir Grænlandsjökul á morgun. Það eru norðlægar áttir á svæðinu og má búast við -18 til -24 gráðu frosti í upphafi ferðar. Hér verður hægt að fylgjast með framgangi hópsins í gps streymi en gera má ráð fyrir að ferðin taki 3 til 4 vikur. Þau eru með vistir til 28 daga.
Íslendingar verða fjölmennir á Grænlandsjökli í vor því annar leiðangur, undir forystu Einars Torfa Finnssonar, leggur í hann eftir nokkrar daga frá austurströndinni og má búast við að hóparnir mætist. Ef það tekst er það íslandsmet í fjölda Íslendinga á Grænlandsjökli.