Við höfum komist að því á ritstjórn Úti að það er alveg sama hvaða trú maður hefur á internetinu, það kemur ekkert í staðinn fyrir það að skoða almennileg kort fyrir framan sig í raunheimum. Íslands-Atlasinn er tímalaus snilld. Við viljum meina að þetta sé jólabókagjöf ársins, öll ár. Fyrir þá sem eiga hana ekki þegar, auðvitað.