Ert þú kona með áhuga á jaðaríþróttum? Langar þig að kynnast fleiri konum með sama áhugamál og þú? Þá er Báran eitthvað fyrir þig!
Báran er hópur á Facebook, sem var stofnaður sérstaklega fyrir konur í jaðaríþróttum. Hópurinn er vettvangur til þess að kynnast, hvetja, skiptast á ráðum og fá eða veita innblástur. Þar er líka leyfilegt að auglýsa jaðaríþróttabúnað til sölu.
Hvort sem þú stundar klettaklifur, köfun, parkour, motocross, surf eða snjóbretti, þá eru allar líkur á því að í Bárunni finnir þú aðra eins ævintýragjarna konu, sem stundar það sama.
Elín Kristjánsdóttir, stofnandi Bárunnar segir hópinn vel lifandi þrátt fyrir lítið aðhald. „Það er gott vibe í þessari grúppu og ég held hún eigi alveg svolítið inni“.
Við hjá Úti efum það sko ekki og hvetjum allar konur, sem hafa áhuga, til þess að kíkja á Báruna.