Nýja hraðametið í klifri up El Capitan í Yosemite dalnum í Bandaríkunum, sem við sögðum frá í fyrradag, stóð ekki lengi. Í gær klifruðu þeir félagar Alex Honnold og Tommy Caldwell sömu leið á undir tveimur tímum eða á 1.58 og 7 sekúndum. Þetta er þriðja skiptið á einni viku sem þeir félagar slá metið á þessari 900 metra háu klifurleið. Eins og við sögðum frá fyrr í vikunni dóu tveir vanir klifrarar á sömu slóðum um helgina þegar þeir beittu sömu hraðklifuraðferð og þeir félagar Honnold og Caldwell.