Þessi taska frá Barbour er algjörlega laus við allt prjál og hentar við allar mögulegar kringumstæður. Hún er vaxborin, eins og framleiðsla Barbour er gjarnan, og sterkleg í saumunum. Henni fylgir ól yfir herðarnar og því ekkert annað að gera en að troða í hana alls konar dóti, halda á vit ævintýranna og skoða heiminn. Allt sem maður þarf kemst í 44.5x18x38cm. Barbour sækir hér innblástur til norðurhafanna og sjómennskunnar: Original North Sea Outfitter. Þarf að segja meira? Jú: Hún fæst í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar.