Úti segir frá magnaðri ferð Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, og föruneytis á hæstu tinda landsins sumarið 2017. Hópurinn gisti í tjöldum uppi í Öræfajökulsöskjunni, þar sem nú hefur myndast djúp sigdæld vegna óvæntra jarðhræringa í þessari megineldstöð sem ekki hefur bært á sér í aldir. Gengið var á hæsta tind Íslands í miðnætursól og enn fremur á öllu fáfarnari tind, Vestari Hnapp.