Við sláumst við í för með Brynhildi Guðjónsdóttur leikkonu og Maríu Ögn Guðmundsdóttur hjólreiðakonu og förum á fjallahjólum af Pokahrygg, meðfram Laufafelli, að Álftavatni og eftir Laugavegi í Hvannagil. Þetta er glæsileg hjólaleið um Friðland að Fjallabaki. Í síðari hluta þáttarins förum við með Helga Seljan og Ísgerði Gunnardóttur í klifurferð í Öræfasveit þar sem þau reyna fyrir sér í kletta- og ísklifri. Ævintýrið reyndi vel á og ekki komust allir alveg óskaddaðir frá þessum viðureignum.