Þegar fer að kólna úti er mikilvægt að velja gott innsta lag í útivistina. Janus Deluxe sameinar eiginleika Merino ullarinnar og kvenlegt og glæsilegt útlit. Í fatalínunni er að finna blúndum prýddar síðerma treyjur, síðar buxur, stuttermabolir, hlýraboli og nærbuxur. Hver flík fæst í tveimur litum, hvítum og svörtum. Öll fötin eru prófuð og samþykkt skv. Ökotex 100 staðlinum þar sem staðfest er að þau innihaldi ekki heilsuspillandi efni. Janus Deluxe fötin eru framleidd úr 100% Merino ull, sem veldur ekki kláða.

Janus Deluxe ullarfötin fást í Ullarkistunni.