Þegar kaupa skal barnarburðarpoka er mikilvægt að hann sé bæði öruggur og þægilegur. Poco AG Plus burðarbakpokinn frá Osprey uppfyllir þau skilyrði og svo miklu meir. Auðvelt er að stilla hann fyrir bæði foreldra og barn svo að foreldrarnir geta skipst á að nota pokann. Hann andar vel og er með þægilegar axla- og mjaðmaólar. Á honum eru meðal annars aðgengilegir vasar fyrir smáhluti, stórt farangurshólf og innbyggð sól- og regnhlíf til að verja barnið. Auðvelt er að pakka pokanum saman fyrir geymslu og flutning. Pokinn er TÜV GS öryggisvottaður.

Nánari upplýsingar:

 • Stillanleg brjóstól með neyðarflautu
 • AntiGravity™ 3D öndunarefni í baki
 • Stillanleg lengd á baki fyrir misháa foreldra
 • Vasi að framan úr teygjuefni
 • Renndir vasar á mjaðmarólum
 • Vatnsheld yfirbreiðsla sem hægt er að fjarlægja
 • Fit-on-the-Fly™ stillanlegt mjaðmabelti
 • Utanáliggjandi vasi fyrir vatnspoka
 • Stillanlegt öryggisbeisli, sæti og fótstig fyrir barnið
 • „Slef motta“ sem hægt er að losa og þvo
 • Innbyggð sólhlíf með SPF 50 vottun
 • Renndir vasar að framanverðu
 • Innbyggð festing fyrir lykla
 • Stórt rennt hólf að neðanverðu
 • Hliðarvasar úr teygjuefni

Þyngd á poka: 3,48 kg.
Lágmarksþyngd barns: 7,25 kg. (eða að barnið hafi getu til að sitja upprétt)
Hámarksþyngd barns: 18 kg.
Mesta burðarþyngd á poka + barni + búnaði: 22 kg.
Stærð (l x b x d) 73 cm x 38 cm x 43 cm
Litir: Svartur, grænn og blár.

Pokinn fæst í GG Sport.