Við fengum fyrirspurn frá lesanda sem er á leið í klifurferð í Alpanna um hvaða tryggingar sé best að fá sér fyrir slík ferðalög. Við sjáum að Sjóvá býður uppá slysatryggingu í frítíma en hún felur í sér bætur vegna slysa sem verða í frístundum, við heimilisstörf, skólanám eða almennar íþróttaiðkanir. Með henni er hægt að tryggja sig fyrir tjóni í almenningsíþróttum á borð við golf, götuhjólreiðar, víðavangs- eða götuhlaupum. Sjóvá segir að í flestum tilfellum sé hægt að tryggja sig sérstaklega vegna áhættusamari iðju eins og keppni í akstursíþróttum, fjalla-, kletta- og ísklifur, bjargsig, kajakferðir, köfun, loftbelgjaflug og teygjustökk. VÍS bíður einnig uppá sérstakar slysatryggingar og þar er hægt að bæta við sértryggingu vegna slysa sem verða við iðkun sérstaklega áhættusamra íþrótta- eða tómstunda. Sjóvá tekur fram á sinni heimasíðu að afreksíþróttafólk þurfi að huga sérstaklega að sínum tryggingum.