Við erum bara vel sátt við bæði verð og gæði GUL þurrgallans sem fæst hjá GG Sport á tæpar 45 þúsund krónur. Þetta er pottþétt græja í allt sjósport. Þessi fæst hér á svo gott sem sama verði og á netinu. Við höfum verið að nota þennan á sjókayökum og líkar vel. Í honum er þriggja laga öndunarefni og rennilásinn er að framan svo að ekki þarf utanaðkomandi aðstoð til að klæðast úr og í. Kosturinn við svona galla er að hægt er að fjölga eða fækka innri lögum eftir veðri.