Allavega þau bestu sem við höfum prófað hingað til. Við erum að tala um AL3+ þráðlausu heyrnatólin frá Miiego sem seld eru hjá Sportís í Mörkinni. Þau kosta 9.900 krónur sem okkur finnst mjög vel sloppið, hljóma vel og haldast vel á höfðinu í öllum íþróttum. Hægt er að nota þau til að svara í símann og hægt að velja næsta lag og stilla tónhæð. Við vitum að þau hafa verið vinsæl hjá crossfit fólki en eru líka frábær í hlaupin. Þú hreyfist en þau ekki.