A2B buxurnar frá Arcteryx eru flottar í bæjarhjóleríið. Þær líta út eins og venjulegar, flottar aðsniðnar buxur sem hægt er að spóka sig í við hvaða tilefni sem er. Þær eru hins vegar gerðar úr teygjanlegu efni sem er aðeins vatnsfráhrindandi og eru með góðum vösum með og án renniláss, fyrir símann og fleira. Svo er hægt að galdra fram á þeim innsaumuð endurskinsmerki áður en maður hoppar upp á hjólið. Þær fást í Fjallakofanum, bæði í karla- og kvennasniði. Fást í mismunandi litum.