Þessi bók er auðvitað sígild útivistarbók. Hún fjallar um leit Tinna að félaga sínum í fjallendi Tíbets. Bókina prýðir fjöldinn allur af stórkostlegum teikningum af grjóthörðum aðbúnaði fjallamanna þess tíma. Að loknum þessum lestri mælum við með Svaðilför til Surtseyjar, sem er óður til ævintýra, náttúru og hugrekkis. Áhugafólk um Tinna getur svo jafnframt notið þess að hlusta á ljómandi þætti Gísla Marteins Baldurssonar um blaðamanninn knáa á RÚV.