Um úti

Úti er nýtt tímarit um útivist, hreyfingu og áskoranir í íslenskri náttúru.  Blaðið verður gefið út tvisvar á ári, sumarhefti í byrjun sumars og vetrarhefti í lok október.

Tilgangur blaðsins er að fjalla um alls konar tegundir útivistar, s.s. hjólreiðar, göngur, hlaup, sund, birta viðtöl við afreksfólk og hvunndagshetjur, fjalla um næringu og styrkleika, greina frá víðavangskeppnum, veita fjölbreyttar upplýsingar um búnað og græjur til útivistar og veita hin ýmsu ráð um útivist og hreyfingu.

Úti er bæði blað fyrir fólk sem er mikið úti og fyrir fólk sem vill vera meira úti.

Ritstjórar eru Guðmundur Steingrímsson og Róbert Marshall. Útgáfufélagið Vertu úti ehf stendur að blaðinu. Það er í eigu ritstjóranna.

Hafðu samband á uti@vertuuti.is.

 


Vertu úti ehf.

Faxaskjóli 26
107 Reykjavík

Kt: 490606-1140
VSK númer: 91951