Þegar ferðast er um óbyggðir landsins er nauðsynlegt að vera á góðum bíl.

Nýlega urðum við þess heiðurs aðnjótandi að fá að reynsluaka nýjum Volkswagen Amarok hjá bílaumboði HEKLU. Óhætt er að segja að bíllinn hafi farið langt fram úr okkar björtustu vonum og getum við heilshugar mælt með Amarok fyrir allra harðasta útivistarfólkið. Fólkið sem er óhrætt við að stefna hærra og lengra en hinir. Fólkið sem gerir kröfur um gæði og þægindi en vill umfram allt koma heilt heim. Hér kemur stutt samantekt á upplifun okkar á bílnum en bíllinn sem var prófaður er af gerðinni Amarok Highline V6.

Þegar keyra þarf langa vegalengd er mik­il­vægt að bíllinn sé þæginlegur fyr­ir bæði öku­mann og farþega þannig öll­um líði sem best á meðan akstr­in­um stend­ur. Við vorum ekki lengi að heillast þegar við settumst fyrst inn í bílinn enda sætin þægileg, nóg af hagnýtum geymsluhólfum í stjórnrými og gott pláss fyrir höfuð og fætur. För okkar var þó heitið norður á land, til að fara á skíði og við með mikinn farangur. Þá dugir gott fótpláss ekki til. Sem betur fer er bíllinn með breiðasta hleðslurými í sínum flokki, sem býður upp á nóg pláss. Hann rúmaði okkur því vel ásamt öllu okkar hafurtaski.

Þar sem við áttum langa ferð fyrir höndum var léttir að uppgötva háþróað afþreyingar- og leiðsögukerfi bílsins. Þegar við urðum þreytt á gamla góða útvarpinu gátum við einfaldlega notað Android Auto til að tengja símana okkar við kerfið og þannig spilað tónlist að eigin vali, í gegnum Spotify. Með sama appi gátum við einnig nýtt okkur Google Maps og handfrjálsan símabúnað. Öllu þessu gátum við stýrt á einföldum snertiskjá í mælaborðinu. Í bílnum er gott hljóðkerfi og 12 volta tengi sem kom sér vel þegar hlaða þurfti tölvuna, símann eða Ipadinn.

Amarok er vissulega fallegur að utan en undir stílhreinu yfirborðinu er líka að finna gæði þýska stálsins sem setur bílinn í sérklassa. Hann reyndist sérlega lipur og þægilegur í akstri, bæði innanbæjar og í langkeyrslu. Það kom okkur á óvart hve litlu hann eyddi miðað við stærð og afl vélarinnar. Í bílnum er 8 gíra sjálfskipting og VW 4Motion kerfi sem kom sér vel þegar aðstæður urðu erfiðar. Einnig höfðum við þann valmöguleika að læsa afturdrifinu til að koma okkur í gegnum allra erfiðustu kaflana. Bíllinn kemur með hefðbundinni bakkmyndavél sem auðveldaði manni að sjá nákvæmlega hvert bíllinn stefndi þegar bakkað var í eða út úr stæði.

Volkswagen Amarok sameinar dreifbýlisakstur, gæði, þægindi og sparneytni í einstökum pallbíl og getum við staðfest það að þar sem sem aðrir mæta sínum þolmörkum, finnur Amarok sína leið.

DSCF7902

Myndir: Benedikt S. Gylfason