Á löngum ferðalögum er auðvelt að detta í þann pakka að borða bara pulsur og sveitta bensínstöðvarborgara. Það er þó alger óþarfi að henda heilbrigðum matarvenjum út um gluggann þó farið sé að heiman í nokkra daga. Með smá fyrirhöfn og góðu skipulagi er nefnilega hægt að útbúa viðbit sem er ekki bara bragðgott heldur líka gott fyrir mann! Hér koma nokkrar hugmyndir í nestisboxið…
„Yfir nótt“ hafrar með suðrænum blæ
Uppskrift:
1/3 bolli grísk jógúrt
1/2 bolli hafrar
2/3 bolli kókosmjólk (úr dós)
1 msk chia fræ
1/2 tsk vanilludropar
Klípa af salti
1-2 msk hunang eða hlynssýróp (má sleppa)
1/3 bolli smátt skorinn ananas
1/3 bolli smátt skorið mangó
1/2 banani, smátt skorinn eða stappaður
2 msk kókosflögur
Aðferð:
1. Hrærið öllum hráefnum saman í miðlungsstórri skál. Skiptið svo blöndunni niður í krukkur.
2. Lokið krukkunum og geymið í ísskáp í minnst 4 klukkutíma en helst yfir nótt.
Banana og hnetusmjörshjól
með kanil og múslí
Uppskrift:
1/2 bolli hnetusmjör
1/3 bolli vanillujógúrt
1 msk appelsínusafi
2 bananar í sneiðum
4 (20cm) tortillakökur
2 msk granóla
1/4 tsk kanill
Aðferð:
1. Hrærið vel saman hnetusmjöri, jógúrti og kanil.
2. Skerið banana í þunnar sneiðar og veltið upp úr appelsínusafanum.
3. Smyrjið u.þ.b. 3 msk af hnetusmjörsblöndunni á hverja tortillaköku, raðið sirka 1/3 bolla af bönununum þvert yfir hnetusmjörsblönduna og dreifið múslíinu jafnt bananana.
4. Rúllið hverri og einni tortillaköku upp og skerið í sex bita.
Hummus fylltar pítur m. tómat og Basil
Uppskrift:
Pítubrauð
Hummus
Ferskur Basil
Tómatar
Aðferð:
1. Skerið tómatana í sneiðar
2.Smyrjið pítubrauðin með hummusnum og fyllið þau svo með tómatsneiðum og Basil.