Sem útivistarunnendur reiðum við á náttúruna til að geta farið út og gert það sem okkur þykir skemmtilegast. Skemmtun okkar fylgir þó mikil ábyrgð, bæði gagnvart plánetunni okkar og útivistarfólki framtíðarinnar.
Í suðurhluta Austurríkis er að finna Móðurskipið, snjóbrettaverksmiðju í eigu CAPiTA, sem er meðal fremstu snjóbrettaframleiðenda í heiminum. CAPiTA eru brautryðjendur í umhverfisvænni snjóbrettaframleiðslu og er Móðurskipið fyrsta snjóbrettaverksmiðjan í heiminum sem notar eingöngu hreina orku.
Árið 2017 hlaut Móðurskipið Energy Globe verðlaunin sem eru sögð vera Nóbel verðlaun náttúrunnar. Energy Globe verðlaunin eru ein virtustu umhverfisverðlaun sem hægt er að fá í dag. Þau eru veitt árlega fyrir verkefni sem leggja áherslu á endurnýjanlega orku og varðveislu auðlinda.
Draumar og vonir CAPiTA eru að Móðurskipið muni flytja okkur öll saman inn í betri framtíð.
Móðurskipið er ætlað okkur öllum og á tengja okkur við næstu kynslóð snjóbrettakappa.
Mynd:Andy Wright